Framsókn og gleymska

Mörgum hefur örðið tíðrætt um þá staðreynd að á Íslandi hefur ekki tíðkast að menn séu látnir axla ábyrgð og látnir víkja úr störfum hafi þeir gerst brotlegir. Mörg dæmi eru um slíkt. Við Íslendingar virðumst líka ekki sérlega langrækin þjóð og alltaf tilbúin að fyrirgefa. Þannig komast menn aftur á þing, þó þeir hafi bæði sýnt að þeim er ekki treystandi og hafi enga iðrun sýnt

Nú virðast menn hafa gleymt, eða eru alveg að gleyma hlut Framsóknarflokksins í tilurð þess samfélags sem hrundi í haust og þeirri miklu spillingu og tilfærslu fjármagns sem flokkurinn stuðlaði að. Þeir voru flokkur einkavinavæðingar og skörunar elds að eigin köku umfram aðra. Þar var spillingin mest.

Telja menn virkilega að innan Framsóknarflokksins séu forsendur til endurnýjunar, uppbyggingar og endurmats? Nei, nei, nei, ekki þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvert eigum við að snúa okkur sem höfum gefist uppá Samfylkingunni? Guðmundur Steingrímsson eltir genin og ef ég á að gera það líka þá þarf að endurlífga Alþýðuflokkinn.

Sigurður Haukur Gíslason, 6.1.2009 kl. 14:14

2 identicon

Nei, það þarf nýtt upphaf, þar sem manngildi eru ofar auðgildi og virðing, jafnræði og réttlæti haft að leiðarljósi.

Margrét Júlía Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:29

3 identicon

Flott síða og skrif. Sigurður hlúir að jafnaðargenunum. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband