Færsluflokkur: Bloggar

Með virðingu fyrir fólki og umhverfi að leiðarljósi

 Kópavogsbúar og landsmenn allir standa nú á tímamótum, tímamótum þar sem að baki er veröld með ofurtrú á neyslu og útþennslu. Engar reglur mátti setja og engar skorður á frelsið. Á þessum tímum áttu umhverfismál oft lítinn hljómgrunn, að fara vel með hluti, nýta vel og endurnýta var ekki smart. Hraðinn var of mikill og allt var einnota. Rödd þeirra sem vildu að viðing fyrir fólki og umhverfi væri í fyrirrúmi heyðist ekki í skarkalanum. Ég hef verið í umhverfisráði Kópavogs frá árinu 1999. Þar  hefur verið við ramman reip að draga, því umhverfismál hafa verið hornreka í stjórnkerfinu hjá Kópavogsbæ, enda lítlll áhugi á þeim málaflokki hjá þeim sem hafa verið í  meirihluta í bæjarstjórn frá 1990. Í umhverfisráði hef ég kynnst því hvernig vinnubrögð hafa verið eru stunduð hjá meirihlutanum í bænum. Lítið samráð er haft við íbúa og lítið hlustað á athugasemdir þeirra. Lítill vilji er til að vinna að umhverfismálum og oft hafa hagsmunir þeirra sem eiga fjármagn og atvinnutæki verið teknir fram yfir þá skyldu okkar að bera virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. Þessu vill Samfylkingin í Kópavogi breyta. Samfylkingin leggur áherslu á vikt samráð við íbúa í skipulags- og umhverfismálum. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur sem þarf að standa vörð um, bæði vegna sérstöðu þeirra og gildi til útivistar fyrir okkur og komandi kynslóðir. Samfylkingin leggur jafnframt áherslu á að ekki sé gengið á græn svæði. Þess þarf sérstaklega að gæta í grónum hverfum enda er minnst af grænum svæðum á íbúa í þeim hverfum. Það eru mikil sóknarfæri í umhverfismálum og mikilvægt að taka til á þeim vettvangi hér í Kópavogi. Ekki síst á tímum efnahagslegra þrenginga, því umhverfismál eru efnahagsmál. Þegar unnið er að umhverfismálum, svo sem endurnýtt og endurunnið er það sparnaður fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og samfélagið allt. Mikilvægt er að Kópavogsbær gangi á undan með góðu fordæmi í þeim málum og geri íbúum bæjarins kleift að gera slíkt hið sama.  

Hver þarf mat mat og hver þarf ekki mat?

Ég var að athyglisverðu málþingi í dag í Iðnó. Tilefnið var Evrópuár gegn fátækt , en ári 2010 er tileinkað því. Á Íslandi er það 10 % þjóðarinnar sem telst fátækt og er það svipað og í nágannalöndum okkar.  Þetta hlutfall hefur lítið breyst og var hið sama á góðæristímunum. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til að mæla slíkt sem ekki verður rakið hér. Það er mikið virðingaleysi af okkur sem þjóð að láta það viðgangast að hluti þjóðainnar sé fátækur. Fátækt er í raun mannréttindabrot.

Mannéttindi eru oft flokkuð í tvo flokka; annars vegar borgaraleg og stjórnmálaleg og hins vegar félagsleg og efnahagsleg. Ágætlega hefur gengið í hinum vestræna heimi að framfylgja fyrrnefnda flokknum. Það hefur verr gengið með þann síðar nefnda. Það er látið líðast og eins og það sé bara sjálfsagður hlutur að hluti þjóðar sé fátækur og aðrir mali gull. Ein grundvallarregla allra mannréttindasamninga er bann við mismunun, þ.e. jafnræðisreglan. Ég tel að hún hljóti að gilda líka hvað varðar réttinn til að lifa mannsæmandi lífi.

Þessi fátæktarumræða var hávær í dag, þegar í fréttum kom að Fjölskylduhjálp Íslands mismunaði fólki eftir uppruna og létu útlendinga fara í aðra röð en Íslendinga til að fá matargjafir. Þegar þetta var gagnrýnt var svarið að margir af þessum útlendingum teldu sig eiga rétt á þessum mat en þyrftu hann kannski ekki. Nú spyr ég; hver þarf mat og hver ekki? Hver metur það? Eru allir Íslendingarnir spurðir hvor þeir virkilega þurfi matinn? Svo segi ég; það er betra að einhver sem ekki þarf fái mat, en einhver sem þarf fái ekki. Ef fólk kemur og segist þurfa ma, þá er það væntanlega það sem gildir. það hlýtur að vera nógu erfitt að þurfa að stíga það skref að fara og biðja um slíkar matargjafir, þó að fólk sé ekki dregið í dilka og vænt um að vera að svíkja slíkt út. Komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.


Bílasalar reyna að koma markaðnum af stað.

Ofanritað er fyrirsögn í kvöldfréttum sjónavarpsins 18. mars. Í fréttinni hvöttu bílasalar landann til að kaupa nýja bíla og rökin að það væri miklu umhverfisvænna, því nýjir bílar séu sparneytnari enn þeir gömlu. Það er allt í lagi að hvetja menn til að koma hjólum atvinnulífs af stað og þá sem eiga fjármagn til að nota það. En ekki nota rök sem ekki halda:

Meginreglan er sú að það er alltaf umhverfisvænna að nota hluti sem lengst og endurnota, frekar en að framleiða nýja hluti og farga þeim gömlu. Framleiðsla á nýjum bílum krefst mikillar orku, hlutir bílsins eru framleiddir um víða veröld, í þá fer mikið hráefni og svo þarf að flytja þá í samsetningarverksmiðjuna, á skipum, flutningabílum eða lestum. Svo þarf að flytja hina samsettu bíla á afangastað t.d. til Íslands. Í allan þennan flutning fer mikið eldsneyti, mest  jarðefnaeldsneyti, sem við bruna gefur frá sér gróðurhúsalofttegundir og önnur mengandi efni.´Fyrir þá sem vilja kynna sér lífssögu bíla á einfaldann hátt bendi ég á :www.heimurinn.is,/ efsta stig/ gagnvirk verkefni/ vöruframleiðla.

Svo vil ég líka benda á að jafnvel þó að eytt sé meira í eldsneyti og allt að 100 þúsund á ári í viðgerð á gömlum ódýrum bíl, þá er það minna en afskriftir á ári af þeim nýja, svo ekki sé nú talað um vexti af lánum ef tekin hafa verið bílalán. Á mínu heimili er enn 12 ára gamall Peugot og ein 19 ára gömul Toyota Carina. Þessir bílar eru að sjálfsögðu skuldlausir! og hafa sparað okkur eigendunum mikið fé.. Þeir eyða heldur ekki meira en aðrir sambærilegir bílar. Það er því síður en svo umhvefisvænna, hvað þá ódýrar að kaupa og eiga nýja bíla, en að nýta þá gömlu.


Breytt landslag í Kópavogi?

Eftir 20 ár, sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur Gunnar I. Birgisson beðið lægri hlut í prófkjöri. Ekki hefur náðst í manninn og liggur hann væntanlega undir feldi og hugsar næsta leik. Fólkið í bænum spáir í spilin, skrafar saman og bloggar. Sumir segja að það hafi verið Samfylkingarfólk sem kom honum frá, það hafi hópast í flokkinn og kosið Ármann. Engan þekki ég sem gerði það. Hafi Samfylkingin orðið þess valdandi að Gunnar var ekki kosinn til forystu var það vegna þess að Samfylkingin í Kópavogi er búin að opna fjóshauginn og sýna inn í hann, benda á svo ótalmargt sem ekki telst til góðrar stjórnsýslu, en hefur viðgengist í valdatíð Gunnars.

Dagana fyrir prófkjörið rigndi í húsin bæklingum frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. Meira frá sumum en öðrum.

Ég er að hugsa um að halda þessum bæklingum til haga, því sumt er hin mesta skemmtilesning og sannarlega hægt að hlægja.

Einn frambjóðandinn ætlaði að fjölga Kópavogsbúum til að hægt væri að greiða niður hinar gífurlegu skuldir bæjarins. Sem sagt fá nýja skattgreiðendur. En þurfa þeir enga þjónustu?

Gunnar Birgisson sendi íbúum í Linda- Kóra og Vatnsendahverfum bréf nokkrum dögum fyrir prófkjörið, þar sem hann talaði um Kópavog í fortíð og framtíð. Þar segir hann: Vinstri menn höfðu verið í þrjú kjörtímabil við völd í Kópavogi þar til núverandi meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna komst til valda 1990 og hafði lítið verið um framkvæmdir í bænum. Stöðnun ríkti, uppbyggingu var ekki sinnt.....

Já það er rétt vinstri menn voru við stjórnvölinn til 1990 og áherslur þeirra voru uppbygging þjónustu við bæjarbúa og þá sérstaklega fyrir ungt fólk með börn, því í bænum var mikið að börnum. Í Kópavogi voru bestu leikskólarnir, eins og ég hef áður skrifað um, og svo mætti lengi telja. Bærinn var ungur og forgangsröðin rétt.

Það er ekki víður sjóndeildarhringur að álíta uppbyggingu einungis felast í byggingu nýrra íbúarhverfa.

Eftir langt tímabil útþennslu kemur vonandi tímabil uppbyggingar betra samfélags fyrir alla Kópavogsbúa með Samfylkinguna í fararbroddi.


Á Kópavogur að vera miðstöð verslunar og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu?

Á  undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging og útþennsla í Kópavogi. Þar hefur verið mikil uppbygging verslunar og þjónustu. Þar var byggð stærsta verslunarmiðstöð landsins og hæsta húsið, allt að Amersiskum sið, þannig að ekki er hægt að ganga á milli húsa, heldur þarf að fara á bíl: Smáratorg, Smáralind og Lindir. Nú er ráðgert annað eins á Glaðheimasvæðinu og fleiri turnar eru á teikniborðinu við Smárann og við Lindir. Öllu þessu fylgir mikil umferð, miklar umferðaræðar og mikið af bílastæðum. Reykjanesbrautin er orðin sem gjá í bænum, þannig að erfitt er að komast milli bæjarhluta. Slagorð eins og ,, Gerum Kópavog að miðstöð verslunar- og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu" hljóma. En ég spyr; Fyrir hverja? Auðvitað er eðlilegt að fólk sæki þjónustu í önnur bæjarfélög, þó að alltaf sé það jákvæðast að geta sótt þjónustuna í nærumhverfinu. Best væri að allt höfuðborgarsvæðið væri skipulagt sem ein heild og þá væri ekki samkeppni á milli bæjarfélaga. 

Ég tel samt sem áður að nú sé nóg komið og að á næstu árum eigi að horfa inn á við í skipulagsmálum í Kópavogi, skoða hverjir eru hagsmunir bæjarbúa og hver sé þeirra vilji og þarfir. Geymum plönin, förum yfir þau yfirvegað og sleppum framkvæmdum ef við teljum þær ekki til góðs. Endurskipuleggjum í þágu Kópavogsbúa og höfum þá með í ráðum frá upphafi.

Ég býð mig fram í 3. sæti í forvali Safylkingarinnar í Kópavogi á laugardaginn. Ég hvet alla félaga í Samfylkingunni í Kópavogi til að taka þátt. Forvalið fer fram í Smáraskóla og hefst skráning kl 10:00. Fundurinn hefst kl 12:00 og það verður beint frá EM á staðnum!


Kópavogur og umhverfismálin

Ég hef verið í umhverfisráði Kópavogs frá árinu 1999, fyrst sem fulltrúi Kópavogslistans og síðar fyrir Samfylkinguna.  Í umhverfisráði hef ég kynnst því hvernig vinnubrögð eru stunduð hjá meirihlutanum í bænum. Lítið samráð er haft við íbúa og lítið hlustað á athugasemdir þeirra. Lítill vilji er til að vinna að umhverfismálum og oft hafa hagsmunir þeirra sem eiga fjármagn og atvinnutæki verið teknir fram yfir þá skyldu okkar að bera virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. Því vil ég breyta.
Ýmis mál hafa þó komist í höfn á undanförnum árum og þá ekki síst vegna frumkvæðis Samfylkingarinnar. Þar má nefna Staðardagskrá 21, sem er áætlun sem sveitarfélögum er gert að setja sér í umhverfismálum. Ég tók virkan þátt í vinnunni við gerð Staðardagskránnar. Fyrsta Staðardagskráin var samþykkt árið 2000. Eftirfylgni af hálfu yfirvalda hefur hins vegar ekki sem skyldi og mjög erfitt var að fá vilyrði fyrir enduskoðun og uppfærlsu af hálfu  meirihlutans.
Mér finnst mjög mikilvægt að nú eftir hina miklu útþennslu bæjarins verði staldrað við. Nú þegar er búið að skipuleggja og leggja drög að enn meiri útþennslu og byggingum inn í óbyggt land. Nokkuð er ljóst að lítið verður byggt á næstu árum. Því vil ég að núverandi plön verði endurskoðuð og horft fremur inn á við, á svæði í bænum sem hægt væri að endurskipuleggja. Víða eru reitir sem byggðust upp í árdaga Kópavogs, oft af vanefnum. Ég tel að það eigi að skoða það alvarlega hvort ekki sé hagkvæmara að endurbyggja á slíkum reitum en að nema ný lönd. Slíkt er líka umhverfisvænna, þar sem þessir reitir eru meira miðsvæðis. Hér nefni ég Auðbrekkusvæðið, svæðið fyrir austan Hamraborg, ýmsa reiti í Vesturbæ Kópavogs og jafnvel svæðið við Smiðjuveg og Skemmuveg. Þó þarf að gæta að grænum svæðum í þessum hverfum. Þau má ekki skerða. Gamli Austurbærinn í Kópavogi er sá hluti bæjarins sem er með minnst af grænu svæði á hvern íbúa. Það þarf því að standa vörð um það og verja fyrir þeim sem vilja alla reiti byggja. Hér má nefna svæði við Bjarnhólastíg þar sem áður var gæsluvöllur. Þarna hafa verið áform um byggingar, en ég sem fulltrúi í umhverfisráði lagðist gegn því með þeim rökum að lítið væri um græn svæði í þessu hverfi. Allir fulltrúar í ráðinu tóku undir það sjónarmið. Þetting byggðar er nauðsynleg, en þétting er ekki sama og að byggja hátt. Þéttasta byggð Reykjarvíkur eru Þingholtin. Þar eru ekki háreist byggð.
 
Mér er mjög umhugað um náttúru Kópavogs. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur sem þarf að standa vörð um, bæði vegna sérstöðu þeirra og gildi til útivistar fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég hef lengi barist fyrir því að Kópavogsleiran verði friðlýst. Leiran hefur gildi á heimsvísu sem viðkomustaður fugla á leið sinni yfir hafið. Þarna byggja þeir sig upp af orku áður en lengra er haldið. Við höfum alþjóðlegar skyldur til að standa vörð um slíka staði og friða þá. Ekki hefur verið vilji hjá meirhluta bæjarins til að gera það.

Ég býð fram þjónustu mína við bæjarbúa til að standa vörð um náttúru Kópavogs og menningaminjar. Ég býð mig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi.

 


Niðurskurður í félagsmálum og skólamálum er ávísun á útgjöld í heilbrigðismálum.

Laugardaginn 30. janúar er forval Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ég gef kost á mér í 3. sæti

Ég mun leggja áherslu á, nái ég kjöri, að bærinn verði aftur bær fólksins og jafnaðarstefnan og félagshyggjan verði leiðarsljósið.

Forgangsverkefnið er að standa vörð um félagsþjónustu og skólamál. Í góðærinu svokallaða voru þessir málaflokkar ekki áhersluatriði hjá stjórnvöldum og það er skömm að því hvernig búið er að þeim sem standa höllum fæti s.s. öldruðum og börnum sem þurfa sérúrræði í skólum. Að skera niður sérkennslu í skólum er ávísun á útgjöld í heilbrigðiskerfinu að nokkrum árum liðnum, að skera niður sérkennslu, stuðning og til forvarna er ávísun á aukna neyslu áfengis og vímuefna. Niðurskurður til félagsþjónustu stuðlar að auknu þunglyndi og er jafnvel ávísun á skemmri meðalaldur. Þetta sýna rannsóknir frá Finnlandi og Rússlandi. Það hefur engin fita verið á beinum í þessum málaflokkum og því af engu að taka. Það er brátt komið inn að beini. 

Allir eiga rétt á því að lifa við reisn. Því ber okkur að sjá til þess að allir nemendur geti kvatt grunnskólann sinn með gott sjálfstraust. 

Ég er ekki í nokkrum vafa um að Samfylkingin mun vera í meirihluta í Kópavogi á næsta kjörtímabili. Ég mun beita mér fyrir því að hlúð verði að félagsþjónustu og skólamálum fái ég tækifæri til þess. Ég mun beita mér fyrir því að Kópavogur verði bær allra, bær fólksins.

Ég hvet alla félaga í Samfylkingunni í Kópavogi að taka þátt í forvalinu. Forvalið fer fram í Smáraskóla og getur fólk komið milli 10 og 12 og skráð sig. Forvalsfundurinn hefst svo kl 12:00 með kynningu frambjóðenda, sem eru 13 talsins, og kosningu. 


Hugleiðing kennara

Eftirfarandi erindi var flutt á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins http://naumattum.is, 26. nóvmeber 2009. Yfirskrift fundarins var Stuðningur barns í nærsamfélagi

 

Ég hef veið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa í grunnskóla um árabil, með frábæru starfsfólki og yndislegum nemendum og alltaf í sama skólanum. Ég var 25 ára gömul þegar ég hófst handa, full af eldmóði, ætlaði að gera stóra hluti með nemendum mínum sem voru þá 10 ára gamlir. Ég komst fljótlega að því að nemendur voru ekki allir eins og með mismunandi þarfir og áttu mis auðvelt með að tileinka sér það sem vaf verið að vinna með. Sumir áttu t.d. mjög erfitt með lestur og stærðfræði. Ég lagði mig alla fram, því aðalnámskrá grunnkóla hvað á um að nemendur ættu á ná ákveðnum markmiðum og það skyldu takast.  Fullorðinn karlmaður með langa kennslureynslu kom af og til inn í bekkinn hjá mér  og aðstoðaði á sem þurftu mest á því að halda. Ég ræddi þessi mál mikið við hann og vildi ekki sætta mig við að árangur væri ekki sem skyldi hjá ákveðnum nemendum. Þá sagði hann með föðurlegum róm við mig: ,, Margrét mín, við gerum ekki alla að snillingum”  Þetta var fyrsta áfallið sem ég fékk sem kennari. Þetta var fyrir tíma dislexíu, ADHD, mótþróaþrjóskuöskunar og annarra frávika sem nú eru til í skólakerfinu og þarf að vinna með og taka tillit til. Kennari átti að kenna. Enginn fór í greiningu að því er ég best man. Á þessum tíma var heldur ekki sjálfsmat, innra mat, heilsuáætlanir, umhverfisstefna svo fátt eitt sé talið.Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar á ekki svo mörgum árum. Ég hef kennt öllum aldri nemenda, frá 6 ára til 16 ára, lengst af kennt unglingum. Síðasta ár mitt í kennslu fóru 9 nemendur úr bekk mínum í greiningu. Það útheimti mikla vinnu og fundasetu. En nemendur fengu úrlausn mála að einhverju leyti. Sem betur fer hefur margt breyst í skólakerfinu og nú er viðurkennt að ALLIR nemendur geti orðið snillingar, bara hver á sinn hátt og einstaklingsbundið nám er í hávegum haft. Böggull fylgir hins vegar akammrifi, því að skólakefið sem slíkt, fjármagn og skipulag miðast ekki við þessar áherslur. Starsfólki hefur að vísu fjölgað og nýjar stéttir komið inn í skólann s.s stuðningsfulltrúar, þroskaþjálfar og námsráðgjafar, enda  hefur skóli fyrir alla, eða skóli án aðgreininga, kallað á það og sérskólum hefur fækkað.  Í hverjum skóla er þó einungis einn námsráðgjafi, sálfræðingur um einn dag í viku og hjúkrunarfræðingur í  hluta stöðu. Nemendur þurfa að velja daga til að meiða sig. Sérkennsla er af skornum skammti. Meginábyrgð á velferð nemandans hvílir því á kennaranum, sem á að vera góður fagmaður í þeim námsgreinum sem hann kennir, þekkja alla mögulega námsstíla og þarfir hvers og eins, vera félagsráðgjafi, stuðningsaðili, sérfæðingur í alls kyns áætlunum og skráningakerfum svo fátt eitt sé talið. Jafnframt skal hann vera tilbúinn til að tileinka sér allt nýtt sem ber að og skólinn skal sinna sem flestu. Draumaskólinn minn er þar sem áhersla er á teymisvinnu: í hverjum skóla sé auk námsráðgjafa og hjúkrunarfræðings í heilli stöðu,  félagsráðgjafi, sálfræðingur, iðjuþjálfi og þroskaþjálfar þar sem þeirra er þörf. Sérkennskikvóti miðist við þörf í hverjum skóla.  Heimanám sé lagt niður því skóladegi skal ljúka þegar nemandi fer úr skólanum og foreldrar eru mis vel í stakk búnir til að aðstoða nemendur börn sín í námi.Það þarf aukinn stuðning við heimili, því enginn skóli getur verið betri en góður stuðningur foreldra. Ég er sannfærð um að þetta er besta forvörnin og mun skila sér í betra samfélgi og minni kostnaði á öðrum sviðum þegar frá horfir. Mér hefur þótt svo undurvænt um nemendur mína og hefur þótt svo sárt,  þegar ekki hafa verið næg úrræði sem hafa getað hjálpað þeim við úrlausn mála, hvort sem þeir tengjast að læra stærðfræði  eða andlega vanlíðan. Ég hef allt of oft horft á eftir nemendum ljúka grunnskóla með brotna sjálfsmynd vegna úrræðaleysis í kerfinu. Oftar en ekki hafa þessir krakkar svo flosnað fljótlega upp úr skóla ef þeir hafa hafið nám í framhaldsskóla.Hér er ábyrgð stjórnvalda, menntamálayfirvalda og sveitarfélaga mikil. Mér svíður það sárt. Munu þessir einstaklingar stíga fram eftir nokkur ár eða áratugi og spyrja: Af hverju fengum við ekki þær aðstæður og þá aðstoð sem okkur bar samkvæmt grunnskólalögum? Af hverju vorum við ekki spurð hvað hentaði okkur best og hvað við vildum? Af hverju vorum við ekki spurð hvernig okkur leið?

 


Ræða á framboðsfundi þann 18. janúar.

Eftirfarandi ræðu flutti ég á kynningarfundi frambjóðenda í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi.

 

• Ég er fædd í Reykjavík, tók stúdentspróf af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Fór í Háskóla Íslands, nam frönsku, bókmenntir og heimspeki í 2 ár og tók próf sem leiðsögumaður. Fór svo í Kennaraháskóla Íslands og tók B.ed próf með áherslu á líffræði. Tók meistarapróf í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands árið 2002.


• Ég starfaði lengi sem kennari við Snælandsskóla í Kópavogi og kenndi þar lengst af náttúrufræði, ásamt því að hafa umsjón með ýmsum verkefnum innan skólans, s.s. fagstjórn í náttúrufræði og verkefnastjórn í umhverfismálum. Ég var stundakennari við Kennaraháskólann í nokkur ár, í náttúrufræði og umhverfismennt. 2004 - 2006 starfaði ég sem sem ritstjóri í náttúrufræði hjá Námsgagnastofnun. Ég hef skrifað námsefni um náttúrufræði, umhverfismál og mannréttindi og sinni ráðgjöf um umhverfismál.
Frá árinu 2007 hef ég verið verkefnastjóri innlendra-  og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum- Save the Children Iceland. Þar sé um verkefni sem tengjast mannréttindum barna s.s vernd þeirra gegn ofbeldi, barnavernd,  fræðslu og forvörnum.  Ég er í ýmsum alþjóðlegum samráðshópum sem varða baráttu fyrir réttindum barna s.s. í nokkrum Evrópuhópum sem vinna með Evrópusambandinu hvað varðar lagasetningar um réttindi barna og vernd í Evrópu.


• Starf fyrir Samfylkinguna: Ég hef tekið tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar frá upphafi og hef verið í stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi frá árinu 2005. Ég hef  verið fulltrúi í umhverfisráði Kópavogs frá árinu 1999, fyrst fyrir Kópavogslistann og svo fyrir Samfylkinguna.


• Þegar ég flutti í bæinn árið 1980 hafði Kópavogur markað sér sérstöðu sem um var talað; Kópavogur var fjölskyldu- og félagshyggjubær. Í Kópavogi voru félagshyggjuflokkar við völd og áherslur voru skýrar; Þar var fólkið í fyrirrúmi. Það voru í raun forréttindi að vera með barn á leikskóla í Kópavogi á 9. áratugnum, því hér var betur búið að leikskólum en í nágrannasveitarfélögunum. Ég var öfunduð af vinkonum mínum sem bjuggu í Reykjavík og Hafnarfirði. Í Kópavogi fengu börn fyrr leikskólapláss, þar var lögð áhersla á að á hverri leikskóladeild væru tveir menntaðir leikskólakennarar, í Reyjavík var það bara einn og svo mætti lengi telja. Bærinn var ekki stór, en okkur Kópavogsbúum leið vel, að okkur var vel búið og þjónustan var góð.

• Árið 1990 tóku svo aðrir við stjórn hér í bæ og áherslur og vinnubrögð breyttust. Lögð var áhersla á útþennslu bæjarins, byggja mikið, stórt og hátt upp. Þjónusta við bæjarbúa fylgdi ekki eftir. Hagsmunir einhverra annarra en íbúa í bænum hafa verið í fyrirtrúmi. Kópavogur hætti að vera í fararbroddi í málefnum fjölskyldna og félagshyggju. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var ekki lengur leiðarljósið. Ólýðræðisleg vinnubrög hafa verið stunduð hér í bæ röng forgangsröðun og margar rangar ákvarðanir teknar í ósátt við íbúa. Þar má nefna Glaðheimalandið, Kársnesið og fleiri mál sem öllum eru kunnug.

• Við Kópavogsbúar þurfum ekki að vera næst stærsta bæjarfélag landsins, eiga hæsta húsið, flestu turnana, stærstu verslunarmiðstöðina, eða stærstu höfnina, til að okkur líði vel. Við viljum bæjarfélag með góða þjónustu, bæjarfélag þar sem hlúð er að íbúunum, þar sem hlustað er á okkur og við höfð með í ráðum. Bæjarfélag með manneskjulegu umhverfi og grænum svæðum, bæjarfélag þar sem virðing er borin fyrir náttúrunni og arfleifðinni.

• Ég vil sjá breyttar áherslur og breytt vinnubrögð í Kópavogi.  Ég vil að virðing, jafnrétti, heiðarleiki og réttlæti verði einkunnarorð í stjórnmálum í Kópavogi á næstu árum og að hugmyndafræði jöfnuðar og félagshyggju verði leiðarljósið. Ég vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða. Ég vil að hagsmunir bæjarbúa og velferð verði í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur hvort sem um er að ræða skipulagsmál, velferðarmál eða annað. Ég legg áherslu á að staðið verði vörð um græn svæði og þær náttúruperlur sem í bænum eru. Skipulag verði endurskoðað og skipurlagsslys lagfærð samkvæmt vilja bæjarbúa.

• Samráð  við íbúa verði fastur þáttur í allri stjórnsýslu og eftirfylgni tryggð, hvort sem um að að ræða skipulagsmál, þjónustu fyrir aldraða, eða annað. Sá sem á að nýta þjónustuna á að hafa eitthvað um það að segja hvernig hún á að vera. Hvernig vilja aldraðir haga lífi sínu og hvaða þjónustu vilja þeir og hvernig?

• Mikilvægasta verkefnið sem fram undan er í Kópavogi er að standa vörð um menntun barnanna og félagslega þjónustu við bæjarbúa unga sem aldna. Þegar hagræða þarf í fjármálum þarf þetta að vera leiðarljósið. Annað kemur okkur öllum í koll síðar. Við erum flokkur jöfnuðar og félagshyggju og verðum að standa við það.

• Ég tel að menntun mín og reynsla af kennslu, störfum með ungu fólki, af umhverfis- og skipulagsmálum, af mannrétindamálum, af forvarnarmálum og af félagsmálum muni nýtast vel í störfum fyrir Kópavogsbúa á næstu árum fái ég stuðning til þess.

• Ég vil benda á bloggsíðu mína http://margretjulia.blog.is  svo og stuðningshóp á facebook.


 


Í þá gömlu góðu daga í Kópavogi

Kópavogur er ungt bæjarfélag. Þéttbýli fór að myndast í bænum um 1950. Fyrir þann tíma var Kópavogur nokkrar jarðir og sumarbústaðarlönd. Örnefni í bænum segja þessa sögu; Digranes, Fífuhvammur, Snæland og Smárahvammur svo eitthvað nefnt. Það var duglegt fólk sem byggði upp þennan bæ, reisti hús, lagði vegi og byggði upp samfélagið. Þegar ég flutti í bæinn árið 1980 hafði Kópavogur markað sér sérstöðu sem um var talað; Kópavogur var fjölskyldu- og félagshyggjubær. Í kópavogi voru félagshyggjuflokkar við völd og áherslur voru skýrar; Þar var fólkið í fyrirrúmi. Það voru í raun forréttindi að vera með barn á leikskóla í Kópavogi á 9. áratugnum, því hér var betur búið að leikskólum en í nágrannasveitarfélögunum. Ég var öfunduð af vinkonum mínum sem bjuggu í Reykjavík. Í Kópavogi var lögð áhersla á að á hverri leikskóladeild væru tveir menntaðir leikskólakennarar, í Reyjavík var það bara einn og svo mætti lengi telja. Bærinn var ekki stór, hann var minni en Akureyri, en okkur Kópavogsbúum leið vel, að okkur var vel búið og þjónustan var góð.

Svo kom árið 1990 og nýir valdhafar tóku við bænum mínum, valdhafar sem fóru í pissukeppni við önnur bæjarfélög og héldu að aðalmarkmið bæjarfélaga væru að þenjast út, stækka og fitna. Keppni var um hver gæti byggt flestu húsin á sem skemmstum tíma. Auðvitað vann Kópavogur þessa keppni, enda á bærinn mikið af góðu landi. Þetta land var hins vegar ekkert að hlaupa frá bæjarbúum, svo ekkert lá á. Í öllu óðagotinu gleymdust oft gömlu gildin sem einkenndu Kópavog og þjónusta við íbúa varð lakari. Kópavogur hætti að vera í fararbroddi hvað varðar  félagsleg gildi og þjónustu við íbúa. Margar rangar ákvarðanir hafa verið teknar á undanförnum árum, sem hafa gert það að verkum að skuldir bæjarins hafa margfaldast. Þar má nefna kaup á hesthúsum í Glaðheimum.

Nú er kominn tími til breytinga. Samfylkingin í Kópavogi er með metnaðarfulla stefnu og setur velferð  fólksins í bænum í forgang.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband