Kvenfyrirlitning í morgunþætti Bylgjunnar
12.1.2010 | 09:00
Í morgunþætti Bylgjunnar nú í morgun var verið að ræða um SAAB bifreiðar og einn þáttarstjórnenda sagði að honum hefði þótt fyrstu Saab- bílanir vera ansi ljótir, en farið svo að þykja þeir svo fallegir þegar hann var farinn að nota þá. Þá skaut annar þáttarstjórnandi inn í: ,,Er það ekki eins og með konur". Hér er þáttarstjórnandi sem sagt að segja að konur séu til notkunar.
Svo var rætt um nýja dúkku sem var að koma á markað og ætluð til ástarleikja. Þessi var frábrugðin öðrum að því leyti að hún var með gervigreind. Þá skaut sami þáttarstjórnandi inn í: ,,Er það eitthvað nýtt" og virtist þar eiga við að það væri ekkert nýtt að konur hefðu gervigreind. Í framhaldi kom ýmsar athugasemdir um hin ýmsu ,,verk kvenna" s.s. að ryksuga og slæmt væri ef þær gætu það ekki. Slæmt er að þurfa að hlusta á slíkt.
Ég velti fyrir mér hvort engar kröfur séu gerðar til þáttarstjórnenda Bylgjunnar, hvort engar siðareglur séu þar í gangi, engar kröfur um fagmennsku og jafnvel hvort ekki sé jafnréttisstefna?
Athugasemdir
Mér finnst þetta nú bara fyndið. Góður húmor er oftast á "kostnað" einhvers.
Elín Guðjónsdóttir, 13.1.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.