Um mig

Ég heiti Margrét Júlía Rafnsdóttir og er fædd í Reykjavík 17. 12. 1959, dóttir hjónanna Rafns Júlíussonar og Kristínar Guðmundsdóttur. Ég er alin upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann, Austurbæjarskóla og Vörðuskóla, þaðan sem ég tók landspróf árið 1975. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og lauk ég stúdentsprófi af náttúrufræðibraut árið 1979. Næstu tvö árin var ég í Háskóla Íslands og lærði frönsku, heimspeki og tók próf sem leiðsögumaður. Ég lauk B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1985, með sérstaka áherslu á líffræði. Árið 2002 lauk ég meistaraprófi í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands.

Árið 1985 hóf ég kennslu við Snælandsskóla Kópavogi og kenndi þar um langt árabil, aðallega náttúrufræði á unglingastigi ásamt því að hafa umsjón með ýmsum verkefnum þar og var verkefnisstjóri í umhverfismálum. Um tveggja ára skeið starfaði ég sem ritstjóri í náttúrufræði hjá Námsgagnastofnun. Um nokkurra ára skeið var ég stundakennari í náttúrufræði og umhverfismennt við Kennaraháskóla Íslands. Árið 2007 hóf ég störf hjá Barnaheillum- Save the Children Iceland, sem eru alþjóðleg mannréttindasamtök sem berjast fyrir réttindum barna og bættum hag þeirra: www.barnaheill.is. Ég er verkefnastjóri innlendra- og Evrópu verkefna.

Ég hef skrifað námsefni um umhverfismennt og mannréttindi:

Ein jörð fyrir alla um ókomna tíð- handbók fyrir skóla um umhverfismál ( Námsgagnastofnun 2005)

Fræðsluvefur um umhverfismál: www.heimurinn.is

Kynfræðsluvefur: http://www1.nams.is/kyn/index.php

Námsvefur um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna: www.barnasattmali.is

Ég hef haldið ótal erindi um umhverfismál, haldið námskeið og veitt ráðgjöf.

 


Ég gef kost á mér í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi

Þann 30. janúar næst komandi fer fram forval Samfylkingarinnar í Kópavogi vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Ég mun taka þátt í forvalinu og leita eftir stuðningi í 3. sæti listans.

Forvalið er opið félögum í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Kópavogi og eru orðnir 16 ára á forvalsdag. Forvalið fer fram laugardaginn 30. janúar nk. og hefst kl. 10:00. Kjörskrá vegna fundarins verður lokað viku fyrr, laugardaginn 23. janúar kl. 18:00.

Ég óska eftir stuðningi í 3. sæti listans og mun ég kynna mig  og þau málefni sem sem ég vil berjast fyrir hér á síðunni á næstunni.

 


Kvenfyrirlitning í morgunþætti Bylgjunnar

Í morgunþætti Bylgjunnar nú í morgun var verið að ræða um SAAB bifreiðar og einn þáttarstjórnenda sagði að honum hefði þótt fyrstu Saab- bílanir vera ansi ljótir, en farið svo að þykja þeir svo fallegir þegar hann var farinn að nota þá. Þá skaut annar þáttarstjórnandi inn í: ,,Er það ekki eins og með konur". Hér er þáttarstjórnandi sem sagt að segja að konur séu til notkunar.

Svo var rætt um nýja dúkku sem var að koma á markað og ætluð til ástarleikja. Þessi var frábrugðin öðrum að því leyti að hún var með gervigreind. Þá skaut sami þáttarstjórnandi inn í: ,,Er það eitthvað nýtt" og virtist þar eiga við að það væri ekkert nýtt að konur hefðu gervigreind. Í framhaldi kom ýmsar athugasemdir um hin ýmsu ,,verk kvenna" s.s. að ryksuga og slæmt væri ef þær gætu það ekki. Slæmt er að þurfa að hlusta á slíkt.

Ég velti fyrir mér hvort engar kröfur séu gerðar til þáttarstjórnenda Bylgjunnar, hvort engar siðareglur séu þar í gangi, engar kröfur um fagmennsku og jafnvel hvort ekki sé jafnréttisstefna?


Tekjutengja afborganir??

Nýjum og nýjum hugmyndum er varpað fram um aðgerðir skuldsettra heimila. Sú nýjasta er tekjutenging afborgana. Ég óttast að þarna skapist enn ein glufan fyrir þá sem ekki gefa upp allar tekjur sínar og vinna svart. Enn og aftur bitnar aðgerðir á venjulegu launfólki, þar sem ógagnsæið ræður ríkjum. Þarf að flækja hlutina, það hefur ekki verið til bóta í íslensku samfélagi.


Landsþing Samfylkingarinnar samþykkti annað

Á landsþingi Samfylkingarinnar nú í vor var samþykkt tillaga þess efnis að vegaframkvæmdir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefði forgang á næstu árum. Samgönguráðherra gerði allt til að fá þá tillögu fellda, hönum tókst meira að segja að fá hana enduruppborna og sást hlaupa á milli borða til að afla þess fylgis að tillagan yrði felld, án árangur. Er maðurinn einráður um vegamál í landinu? Þetta er hámark kjördæmapotsins. Ekki þarf að rökstyðja það hversu hagkvæmara og mikilvægara væri að láta vegaframkvæmdir á Suður- og Vesturlandsvegi hafa forgang. Hefur ráðherra einhverja persónulega hagsmuni hér?
mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar í einkaþotum

Umhverfismál eru mikilvægustu mál næstu áratuga og nú funda utanríkiráðherrar Norðurlandanna á Egilsstöðum. Ráðherrarnir vilja m.a. að Norðurlöndin stefni á að minnka útblástur skaðlegra efna og setja
ákveðna losunarkvóta. Hvernig þessi samvinna um stefnu mun fara fram
verður ákveðið á fundi forsætisráðherrana. Þegar vinna á að bættu umhverfi er mikilvægt að sýna gott fordæmi; sýna viljann í verki. Ég tók eftir í umfjöllun um þennan fund að ráðherrarnir hefðu komið á einkaþotum til Egilsstaða. Hafi þeir komið hver í sinni þotunni er viljinn svo sannarlega ekki sýndur í verki.
mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vettvangsferðir og útikennsla er nám.

Á leið í vinnu á morgnana hlusta ég gjarnan á Bylgjuna. Þau eru skemmtileg og málefnaleg stjórnendur morgunþáttarins. Viðmælendur þeirra tala hins vegar oft af vanþekkingu og slæmt að menn kynni sér ekki mál betur sem ræða á um. Í morgun voru í viðtali þeir Ólafur Stephensen og Sigurjón M. Egilsson. Rætt var um sparnað og hugsanlega styttingu skólarsins í grunnskólanum um tíu daga. Annar þeirra sagði að það skitpu ekki máli, því að þessir auga tíu dagar sem bætt hefði verið við fyrir nokkru væru bara nýttir í vettvangsferðir og fleira, en ekkert verið að læra. Því væri í lagi að stytta skólaárið. Ekki mætti stytta námstíma til stúdentsprófs, því tíminn í framhaldsskólunum væri vel nýttur. Ég vil benda mönnum á að vettvangsferðir, útikennsla ofl. er NÁM líka, yfirleitt hluti af stefnu skólans og skólanámskrá, samþætt námsgreinum. Nám fer ekki bara fram í skólastofu með bók, blað og blýant.  Nemendur í framhaldsskóla voru flestir komnir í frí fyrir miðjan mai og jafnvel fyrir miðjan desember líka. Er þetta vel nýtt skólaár? Þarna tel ég einmitt vera sóknarfæri, sérstaklega þegar atvinnuástand framhaldsskólanema er ekki gott.

Annað sem um var rætt í umræddu viðtali voru viðskipti Gunnars Birgissonar við fyrirtæki dóttur sinnar og við ég upplýsa mennina að það voru ekki útboð vegna þessarra viðskipta. Sem sagt þrennt til umræðu og öllu svarað út í hött af annars örugglega ágætis mönnum. Í þessu tilfelli hefði verið betra á fá aðra í viðtal.


Aukin bílasala er ekki til hagsbóta fyrir umhverfið.

Sala á bílum hefur dregist saman að undanförnu eins og alþjóð veit. Á Bylgjunni að morgni þess 18. mai, var viðtal við mann einn sem hafði miklar áhyggjur af þessu. Hann sagði það mikið umhverfismál meira færi að seljast af nýjum bílum svo að ekki yrðu of margir gamlir bílar á götunni. Það yrði að verða meiri endurnýjun. Þetta er nú ansi mikil einföldun. Þó að margir gamir bílar eyði meira eldsneyti en þeir nýju og mengi meira, þarf að taka meira með í reikninginn og þá alla lífssögu bílsins, þegar meta á umhverfisáhrif. Í lífssögu felst framleiðsla á hlutnum og öllu því sem í hann fer, flutningur, notkunartími og förgun. Það er því yfirleitt best fyrir umhverfið að við neytum vara eru framleiddar í heimabyggð og hafa því ekki farið um langan veg. Það gefur því auga leið að meiri framleiðsla á bílum, þýðir styttri lífssögu hvers bíls og meiri förgun á gömlum bílum. Það er ekki til hagsótata fyrir umhverfið. Þeir sem vilja fræðast um lífssögu bíla á einfaldann hátt, geta fundið slíkt á www.heimurinn.is 

Þeir sem vilja hvetja til aukinnar bílasölu skulu gera það á réttum forsendum en ekki beita fyrir sig umhverfisáhrifum. Einnig hefur mér sýnst að það hafi ekki endilega verið mest sala á litlum ódýrum bílum undanfarin ár heldur stórum eldsneytisfrekum jeppum.

 


Framsóknarglott.

Mikið finnst mér orðið erfitt að lesa mbl.is. Það verður erfiðara og erfiðara með hverjum deginum. Sigmundur Davíð glottir til mín úr vinstra horni síðunnar. Hvað meinar maðurinn með þessu glotti? Hvað felst á bak við það? Kannski hlakkar í honum og hann hugsar; ,,ha, ha, það eru allir búnir að gleyma hlut Framsóknarmanna í spillingu liðinna ára. Það man enginn eftir Finni Ingólfsyni eða öðrum einkavinum Framsóknar. Ha, ha. Það yrði gaman að komast til valda og endurreisa Framsóknarsamfélagið".

Vonandi hefur þessi yfirþyrmandi auglýsing Framsóknar ekki tilætlaðan árangur hjá þeim. Vonandi veldur hún frekara hugrenningartenglsum hjá minnugum Íslendingum.

 

 


Rangfærslur bæjarstjóra

Þann 10. janúar 2009 bloggaði ég um Kópavog og hvalveiðar. Það varð efni í grein í Morgunblaðið nokkrum dögum síðar. Bæjarstjóri Kópavogs skrifaði svargrein, sem í raun var ekki svargrein, heldur grein full af rangfærslum og hroka.  Hér að neðan er svargrein bæjarstjóra og svo grein sem birtist efir mig þann 16. febrúar, þar sem ég leiðrétti rangfærslur bæjarstjórans.

 Veiðirráðgjöf Samfylkingarinnar

MARGRÉT Júlía Rafnsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi í umhverfisráði bæjarins, gerir mikið úr ráðgjafahlutverki sínu fyrir bæjarstjórn og bæjarráð í Morgunblaðsgrein sinni gegn hvalveiðum. Bæjarstjóri hafi átt að spyrja hana álits áður en lýst var stuðningi við skynsamlega nýtingu sjávarafurða.

Ráðgjafinn snjalli úr Samfylkingunni lætur sig ekkert varða um það þótt bæjarstjóri hafi borið málið undir það ráð sem er jafnvel æðra umhverfisráði, sjálft bæjarráð Kópavogs.

Ráðgjafinn góði segist jafnframt ekki vita til þess að hvalveiðar séu né hafi verið stundaðar frá Kópavogi, „þá væri nú líf og fjör á Kársnesi“.

Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hefur verið gerður út frá Kópavogshöfn í áraraðir og í kringum þá útgerð hafa skapast lífleg og fjörleg umsvif á Kársnesi. Það er rétt að halda þessu til haga þar sem náttúruverndarráðgjafi Samfylkingarinnar velkist í vafa um hverjir hafi hagsmuna að gæta.

En málið snýst um meira en þennan eina bát. Öll þjóðin á hagsmuna að gæta. Hvalveiðar snúast um atvinnusköpun, aukin útflutningsverðmæti og forræði yfir fiskimiðunum. Sjálfbær nýting hvala ógnar ekki lífríkinu og ég fagna því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, skyldi taka áskorun minni og gefa út veiðikvóta. Ég fagna einnig meirihlutastuðningi við veiðarnar á Alþingi.

Skyldu þingmennirnir hafa munað eftir að spyrja fulltrúa Samfylkingarinnar ráða?

Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.

Rangfærslur bæjarstjórans

FYRIR nokkrum dögum birtist hér í blaði grein mín undir yfirskriftinni Kópavogur og hvalveiðar. Í þeirri grein var reifað eitt dæmi af ótalmörgum um ólýðræðislegar ákvarðanatökur og yfirgangssemi bæjarstjóra Kópavogs.

Bæjarstjórinn svaraði þeirri grein og sé ég mig nú knúna til að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem þar eru: Ég bað aldrei um að ég yrði persónulega spurð álits áður en stuðningi var lýst yfir við hvalveiðar af hálfu bæjarins, eins og bæjarstjóri segir í grein sinni. Ég sagði að þetta hefði átt að bera undir umhverfisráð bæjarins, enda segir í Náttúruverndarlögum að umhverfisnefndir skuli vera sveitarstjórnum ráðgefandi í náttúruverndarmálum. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið gert í Kópavogi, enda hafa umhverfismál ekki átt upp á pallborðið hjá meirihlutanum þar á bæ. Bæjarstjóra virðist þykja óþarfi að bera mál undir ráð og nefndir bæjarins, nóg sé að samþykkja þau í bæjarráði. Til hvers eru nefndir bæjarins ef það er nóg að ræða málin í bæjarráði? Stuðningur Kópavogsbæjar við hvalveiðar var þó aldrei samþykktur af bæjarráði Kópavogs, þó að hvalveiðimál hafi borið á góma í þar.

Bæjarstjórinn játar í grein sinni að eitt fyrirtæki í bænum eigi hagsmuna að gæta í hvalveiðum. Eiga önnur fyrirtæki í bænum von á sams konar stuðningsyfirlýsingu frá Kópavogsbæ? Eða er hentistefna hér ríkjandi?

Bæjarstjóri titlar mig sem ráðgjafann snjalla. Ég vil þakka hrósið, því ég er snjall ráðgjafi í umhverfismálum, enda með meistarapróf í greininni, hef setið í umhverfisráði Kópavogs frá 1999, haldið ótal fyrirlestra og skrifað efni sem nýst hefur fjölmörgum sem vilja vinna að umhverfismálum af heilindum. Því mun ég halda áfram, þó það sé við ramman reip að draga í Kópavogi.

MARGRÉT JÚLÍA RAFNSDÓTTIR, fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði Kópavogs.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband