Vettvangsferðir og útikennsla er nám.
22.5.2009 | 09:18
Á leið í vinnu á morgnana hlusta ég gjarnan á Bylgjuna. Þau eru skemmtileg og málefnaleg stjórnendur morgunþáttarins. Viðmælendur þeirra tala hins vegar oft af vanþekkingu og slæmt að menn kynni sér ekki mál betur sem ræða á um. Í morgun voru í viðtali þeir Ólafur Stephensen og Sigurjón M. Egilsson. Rætt var um sparnað og hugsanlega styttingu skólarsins í grunnskólanum um tíu daga. Annar þeirra sagði að það skitpu ekki máli, því að þessir auga tíu dagar sem bætt hefði verið við fyrir nokkru væru bara nýttir í vettvangsferðir og fleira, en ekkert verið að læra. Því væri í lagi að stytta skólaárið. Ekki mætti stytta námstíma til stúdentsprófs, því tíminn í framhaldsskólunum væri vel nýttur. Ég vil benda mönnum á að vettvangsferðir, útikennsla ofl. er NÁM líka, yfirleitt hluti af stefnu skólans og skólanámskrá, samþætt námsgreinum. Nám fer ekki bara fram í skólastofu með bók, blað og blýant. Nemendur í framhaldsskóla voru flestir komnir í frí fyrir miðjan mai og jafnvel fyrir miðjan desember líka. Er þetta vel nýtt skólaár? Þarna tel ég einmitt vera sóknarfæri, sérstaklega þegar atvinnuástand framhaldsskólanema er ekki gott.
Annað sem um var rætt í umræddu viðtali voru viðskipti Gunnars Birgissonar við fyrirtæki dóttur sinnar og við ég upplýsa mennina að það voru ekki útboð vegna þessarra viðskipta. Sem sagt þrennt til umræðu og öllu svarað út í hött af annars örugglega ágætis mönnum. Í þessu tilfelli hefði verið betra á fá aðra í viðtal.
Athugasemdir
Þegar átti að stytta framhaldsskólann í þrjú ár voru rökin m.a. þau að það væri búið að lengja grunnskólann um 10 daga frá árinu 2001.
Það er því undarlegt að halda því fram nú að ekkert nám fari fram á þessum dögum.
Sigurður Haukur Gíslason, 22.5.2009 kl. 09:27
Já, þetta er mikil vanþekking eins og svo oft þegar leikmenn tala um grunnskólann. Allir þykjast sérfræðingar í málefnum grunnskólans, en framhaldsskólinn er eitthvað ísnertanlegt. Ég tal að ef stytta á framhaldskólann, þá á að lengja skólaárið um a.m.k mánuð þar.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 22.5.2009 kl. 10:03
Ég er satt best að segja löngur hættur að æsa mig að þeirri vitleysu sem veltur upp úr dagskrárstjórnendum og sumum gestum á morgunvaktinni.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:41
Ég er rétt á byrja á því?
Svo má bæta því við að viðmælendur þáttarins töluðu líka um mikla og góða uppbyggingu í Kópavogi og að hrakspár um að þessi mikla uppbygging kæmi fjárhagslega í hausinn á bæjarbúum hefði verið röng. Ó nei, það er nú annað að koma á daginn núna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 22.5.2009 kl. 11:52
Ég er rétt á byrja á því!
Svo má bæta því við að viðmælendur þáttarins töluðu líka um mikla og góða uppbyggingu í Kópavogi og að hrakspár um að þessi mikla uppbygging kæmi fjárhagslega í hausinn á bæjarbúum hefði verið röng. Ó nei, það er nú annað að koma á daginn núna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.