Aukin bílasala er ekki til hagsbóta fyrir umhverfið.
18.5.2009 | 08:59
Sala á bílum hefur dregist saman að undanförnu eins og alþjóð veit. Á Bylgjunni að morgni þess 18. mai, var viðtal við mann einn sem hafði miklar áhyggjur af þessu. Hann sagði það mikið umhverfismál meira færi að seljast af nýjum bílum svo að ekki yrðu of margir gamlir bílar á götunni. Það yrði að verða meiri endurnýjun. Þetta er nú ansi mikil einföldun. Þó að margir gamir bílar eyði meira eldsneyti en þeir nýju og mengi meira, þarf að taka meira með í reikninginn og þá alla lífssögu bílsins, þegar meta á umhverfisáhrif. Í lífssögu felst framleiðsla á hlutnum og öllu því sem í hann fer, flutningur, notkunartími og förgun. Það er því yfirleitt best fyrir umhverfið að við neytum vara eru framleiddar í heimabyggð og hafa því ekki farið um langan veg. Það gefur því auga leið að meiri framleiðsla á bílum, þýðir styttri lífssögu hvers bíls og meiri förgun á gömlum bílum. Það er ekki til hagsótata fyrir umhverfið. Þeir sem vilja fræðast um lífssögu bíla á einfaldann hátt, geta fundið slíkt á www.heimurinn.is
Þeir sem vilja hvetja til aukinnar bílasölu skulu gera það á réttum forsendum en ekki beita fyrir sig umhverfisáhrifum. Einnig hefur mér sýnst að það hafi ekki endilega verið mest sala á litlum ódýrum bílum undanfarin ár heldur stórum eldsneytisfrekum jeppum.
Athugasemdir
Ég ek um á bíl sem er að verða lögráða! Bendi á að hjól duga jafnvel upp Gilið á Akureyri. Legg til að skattar af hjólum verði aflagðir. Líklegast umhverfisvæna tillagan í langan tíma.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:35
Já, það er greinilega stefnan í fjölskyldunni að eiga gamla bíla og sýna þannig umhvefinu alúð í verki. Og enn betra er að hjóla, þar sem það er hægt.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 18.5.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.