Með virðingu fyrir fólki og umhverfi að leiðarljósi
18.5.2010 | 00:00
Kópavogsbúar og landsmenn allir standa nú á tímamótum, tímamótum þar sem að baki er veröld með ofurtrú á neyslu og útþennslu. Engar reglur mátti setja og engar skorður á frelsið. Á þessum tímum áttu umhverfismál oft lítinn hljómgrunn, að fara vel með hluti, nýta vel og endurnýta var ekki smart. Hraðinn var of mikill og allt var einnota. Rödd þeirra sem vildu að viðing fyrir fólki og umhverfi væri í fyrirrúmi heyðist ekki í skarkalanum. Ég hef verið í umhverfisráði Kópavogs frá árinu 1999. Þar hefur verið við ramman reip að draga, því umhverfismál hafa verið hornreka í stjórnkerfinu hjá Kópavogsbæ, enda lítlll áhugi á þeim málaflokki hjá þeim sem hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn frá 1990. Í umhverfisráði hef ég kynnst því hvernig vinnubrögð hafa verið eru stunduð hjá meirihlutanum í bænum. Lítið samráð er haft við íbúa og lítið hlustað á athugasemdir þeirra. Lítill vilji er til að vinna að umhverfismálum og oft hafa hagsmunir þeirra sem eiga fjármagn og atvinnutæki verið teknir fram yfir þá skyldu okkar að bera virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. Þessu vill Samfylkingin í Kópavogi breyta. Samfylkingin leggur áherslu á vikt samráð við íbúa í skipulags- og umhverfismálum. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur sem þarf að standa vörð um, bæði vegna sérstöðu þeirra og gildi til útivistar fyrir okkur og komandi kynslóðir. Samfylkingin leggur jafnframt áherslu á að ekki sé gengið á græn svæði. Þess þarf sérstaklega að gæta í grónum hverfum enda er minnst af grænum svæðum á íbúa í þeim hverfum. Það eru mikil sóknarfæri í umhverfismálum og mikilvægt að taka til á þeim vettvangi hér í Kópavogi. Ekki síst á tímum efnahagslegra þrenginga, því umhverfismál eru efnahagsmál. Þegar unnið er að umhverfismálum, svo sem endurnýtt og endurunnið er það sparnaður fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og samfélagið allt. Mikilvægt er að Kópavogsbær gangi á undan með góðu fordæmi í þeim málum og geri íbúum bæjarins kleift að gera slíkt hið sama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.