Bílasalar reyna að koma markaðnum af stað.
18.3.2010 | 22:50
Ofanritað er fyrirsögn í kvöldfréttum sjónavarpsins 18. mars. Í fréttinni hvöttu bílasalar landann til að kaupa nýja bíla og rökin að það væri miklu umhverfisvænna, því nýjir bílar séu sparneytnari enn þeir gömlu. Það er allt í lagi að hvetja menn til að koma hjólum atvinnulífs af stað og þá sem eiga fjármagn til að nota það. En ekki nota rök sem ekki halda:
Meginreglan er sú að það er alltaf umhverfisvænna að nota hluti sem lengst og endurnota, frekar en að framleiða nýja hluti og farga þeim gömlu. Framleiðsla á nýjum bílum krefst mikillar orku, hlutir bílsins eru framleiddir um víða veröld, í þá fer mikið hráefni og svo þarf að flytja þá í samsetningarverksmiðjuna, á skipum, flutningabílum eða lestum. Svo þarf að flytja hina samsettu bíla á afangastað t.d. til Íslands. Í allan þennan flutning fer mikið eldsneyti, mest jarðefnaeldsneyti, sem við bruna gefur frá sér gróðurhúsalofttegundir og önnur mengandi efni.´Fyrir þá sem vilja kynna sér lífssögu bíla á einfaldann hátt bendi ég á :www.heimurinn.is,/ efsta stig/ gagnvirk verkefni/ vöruframleiðla.
Svo vil ég líka benda á að jafnvel þó að eytt sé meira í eldsneyti og allt að 100 þúsund á ári í viðgerð á gömlum ódýrum bíl, þá er það minna en afskriftir á ári af þeim nýja, svo ekki sé nú talað um vexti af lánum ef tekin hafa verið bílalán. Á mínu heimili er enn 12 ára gamall Peugot og ein 19 ára gömul Toyota Carina. Þessir bílar eru að sjálfsögðu skuldlausir! og hafa sparað okkur eigendunum mikið fé.. Þeir eyða heldur ekki meira en aðrir sambærilegir bílar. Það er því síður en svo umhvefisvænna, hvað þá ódýrar að kaupa og eiga nýja bíla, en að nýta þá gömlu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.