Á Kópavogur að vera miðstöð verslunar og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu?

Á  undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging og útþennsla í Kópavogi. Þar hefur verið mikil uppbygging verslunar og þjónustu. Þar var byggð stærsta verslunarmiðstöð landsins og hæsta húsið, allt að Amersiskum sið, þannig að ekki er hægt að ganga á milli húsa, heldur þarf að fara á bíl: Smáratorg, Smáralind og Lindir. Nú er ráðgert annað eins á Glaðheimasvæðinu og fleiri turnar eru á teikniborðinu við Smárann og við Lindir. Öllu þessu fylgir mikil umferð, miklar umferðaræðar og mikið af bílastæðum. Reykjanesbrautin er orðin sem gjá í bænum, þannig að erfitt er að komast milli bæjarhluta. Slagorð eins og ,, Gerum Kópavog að miðstöð verslunar- og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu" hljóma. En ég spyr; Fyrir hverja? Auðvitað er eðlilegt að fólk sæki þjónustu í önnur bæjarfélög, þó að alltaf sé það jákvæðast að geta sótt þjónustuna í nærumhverfinu. Best væri að allt höfuðborgarsvæðið væri skipulagt sem ein heild og þá væri ekki samkeppni á milli bæjarfélaga. 

Ég tel samt sem áður að nú sé nóg komið og að á næstu árum eigi að horfa inn á við í skipulagsmálum í Kópavogi, skoða hverjir eru hagsmunir bæjarbúa og hver sé þeirra vilji og þarfir. Geymum plönin, förum yfir þau yfirvegað og sleppum framkvæmdum ef við teljum þær ekki til góðs. Endurskipuleggjum í þágu Kópavogsbúa og höfum þá með í ráðum frá upphafi.

Ég býð mig fram í 3. sæti í forvali Safylkingarinnar í Kópavogi á laugardaginn. Ég hvet alla félaga í Samfylkingunni í Kópavogi til að taka þátt. Forvalið fer fram í Smáraskóla og hefst skráning kl 10:00. Fundurinn hefst kl 12:00 og það verður beint frá EM á staðnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband