Samsæri Sjávarnytja?

Er kannski hægt að skoða þessar niðurstöður í samhengi við heilsíðuauglýsingar Sjávarnytja, þar sem þeir segja hvalveiðar endurreisa efnahag þjóðainnar? Skyldi það vera tilviljun að könnunin kemur í kjölfar auglýsinganna? Þjóð í landi þar sem efnahagur er hruninn fyllist von við slíka auglýsingu og vill grípa slíkt hálstrá. En skyldi slíkt strá halda? Það er algjörlega óvíst og nauðsynlegt að málið sé skoðað í samhengi.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Spurning hvað þeir segja sem eru í ferðaþjónustu og fiskútflutningi? Ef að hvalveiðar hafa engin áhrif á þessa þætti þá skil ég þessar niðurstöður.

Sigurður Haukur Gíslason, 3.2.2009 kl. 15:47

2 identicon

Ég held Margrét að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Meirihluti Íslendinga hefur jafnan verið hlynntur hvalveiðum, í kreppu sem í góðæri. Ég hef enga trú á því að auglýsingar Sjávarnytja hafi afgerandi áhrif á niðurstöðu þessarar könnunar. Fólk er ekki fífl! Samsæri sjávarnytja ? Sumir eru ávallt með samsæriskenningar á lofti, þú ert líklega ein af þeim.

Árni (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Nei, ég er nú lítið fyrir samsæriskenningar, en þú getur kannski lesið bloggið mitt um Kópavog og hvalveiðar til að sjá hvað ég á við. Ýmsir voru kallaðir úrtölumenn þegar þeir vöruðu við útrás, um krosseignartengsl og spillingu. Það hefur breyst.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, 3.2.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er vanhugsuð þjóðremba sem þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst. Hugsanlegt er að skoða hvalveiðar ef; a) Staðfest er að hægt sé að selja afurðirnar. Það er ekki nóg að Kristján Loftsson segi að hægt sé að selja b) Að eingöngu séu veiddar tegundir sem að alþjóðasamfélagið er sannfært um að séu ekki í útrýmingarhættu c) Veiðiheimildirnar verði settar á uppboð sem tryggi mannréttindi, það er jafnan rétt til veiða úr sameiginlegri auðlynd og opnar á möguleika verndunarsinna að kaupa veiðiheimildir.

Þetta er ekki einkamál eins hvalfangara, ráðherra eða flokks.

http://www.gbo.blog.is/blog/gbo/entry/792498/

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 16:01

5 identicon

Þú ert vanhugsuð þjóðremba.

Doddi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég treysti ekki pöntuðum niðurstöðum sérhagsmunahópa! Tek þess vegna ekkert mark á þessari niðurstöðu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.2.2009 kl. 18:40

7 identicon

Nei, það er rétt Ingibjörg. Sammála þér. Það er slæmt og skrýtið að sjá að þeir sem eru ósammála okkur hér þora ekki að skrifa undir nafni.

Margrét Júlía Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:53

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.

Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:44

9 identicon

Íslendingar hafa alltaf verið fylgjandi hvalveiðum. Fylgi við hvalveiðar í dag er minna en á uppgangsárunum 2000 og 2003 samkvæmt könnunum Capacent, en á þeim árum var stuðningur við veiðarnar um 75% - 77%, en ef auglýsing Sjáfarnytja hefur haft svona afgerandi áhrif á skoðanir almennings þá á sú auglýsingastofa sem bjó auglýsinguna til líklega skilið nóbelsverðlaunin.

Þessi skoðun almennings á fullkomlega rétt á sér enda er um að ræða sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins. Stofnin er orðin stærri en hann var þegar íslendingar hófu hvalveiðar um 1870.

Rafn (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband